is / en / dk

18. Desember 2017

Nýr formaður Félags grunnskólakennara verður kosinn dagana 17. til 22. janúar næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 28. desember 2017.

Þá er vert að minna á að þeir sem hyggjast bjóða sig fram til annarra trúnaðarstarfa á vegum Félags grunnskólakennara þurfa að skila formlegri tilkynningu til kjörnefndar FG, kjornefndfg@ki.is, fyrir miðnætti 24. janúar 2018. 

Aðalfundur Félags grunnskólakennara verður haldinn í Borgarnesi 17. og 18. maí 2018 og þá tekur ný stjórn formlega við. 

 

KJÖR FORMANNS FG

Framboðum og tilnefningum til formanns skal skila fyrir miðnætti 28. desember 2017. 
Kjör formanns FG fer fram dagana 17. – 22. janúar 2018.

 

ÖNNUR TRÚNAÐARSTÖRF – fyrirkomulag framboða og kjör
Framboðum og tilnefningum í trúnaðarstörf skal skila fyrir miðnætti 24. janúar 2018.
Kosið verður dagana 7. til 12. febrúar 2018.

Kosið verður í eftirfarandi embætti:

  • Stjórn 11 fulltrúar (6 aðal og 5 vara)
  • Samninganefnd 10 fulltrúar (5 aðal og 5 vara)
  • Skólamálanefnd 12 fulltrúar (6 aðal og 6 vara)
  • Kjörnefnd 6 fulltrúar (3 aðal og 3 til vara)

 

Atkvæðamagn ræður því hverjir hljóta kjör sem aðalmenn og hverjir verða varamenn. Kjörtímabil er frá aðalfundi 2018 til aðalfundar 2022.

Allir frambjóðendur (líka þeir sem eru í trúnaðarstörfum núna og hyggjast gefa kost á sér aftur) skulu senda tölvupóst á kjörnefndfg@ki.is.
Í póstinum skal kom fram

  • nafn,
  • kennitala,
  • starfsheiti,
  • vinnustaður
  • mynd af viðkomandi í viðhengi.

Ekki er heimilt að gefa kost á sér eftir að framboðsfresti lýkur. Lög FG og hlutverk stjórnar og nefnda er hægt að kynna sér hér.

 

 

 

 

Tengt efni