is / en / dk

14. Desember 2017

FG hefur látið þýða bókina Kapphlaup þjóðanna um menntun þar sem fjallað er um PISA-kannanir og alþjóðleg próf. Sérkjör fyrir félaga í KÍ. 

  • HVAÐ ER PISA?
  • HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR RÖÐUN Í SÆTI?
  • HVERSU RÉTTMÆTAR ERU NIÐURSTÖÐUR ÚR PISAKÖNNUNUM?
  • HVERJIR TAKA ÞÁTT Í PISA-KÖNNUNUM OG HVERNIG?

Þessar spurningar og margar fleiri eru lagðar til grundvallar í bókinni Kapphlaup þjóðanna um menntun – vangaveltur um PISA-kannanir og alþjóðleg próf eftir Sam Sellar, Greg Thompson og David Rutkowski. Félag grunnskólakennara gefur bókina út í íslenskri þýðingu. 

Kapphlaup þjóðanna um menntun er upplýsandi samantekt um PISA-rannsóknina. Bókin, sem er sett fram á líflegan og aðgengilegan hátt, er ætluð kennurum, foreldrum, stefnumótendum og öllum þeim sem láta sig skóla- og menntamál varða. 

PISA-kannanir eru vel þekktar hér á landi en þær eru lagðar fyrir nemendur um allan heim á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) – og þykja áhrifamestar allra alþjóðlegra prófa. 

Höfundarnir byggja bókina á niðurstöðum nýjustu rannsókna á námsati og menntastefnum; þeir lýsa skilmerkilega fyrirkomulagi PISA-prófanna og fjalla um áhrif þeirra á stefnumótun og starfshætti í skólum víðs vegar í heiminum. Með bókinni vilja höfundar vekja upplýstar umræður um hlutverk prófa, notkun gagna úr þeim og gildi samanburðar þegar unnið er að umbótum í menntun. 

 

BÓKIN FÆST Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI TIL FÉLAGA Í KÍ

Hægt er að festa kaup á Kapphlaupi þjóðanna um menntun á Mínum síðum á vef KÍ. Félagar í KÍ fá bókina á sérkjörum; félagar í FG fá bókina á 1.590 krónur; félagar í öðrum aðildarfélögum KÍ fá hana á 1.990 krónur. 

Einnig er hægt að panta bókina í síma 595 1111 eða á netfanginu fg@ki.is

 

Ómetanleg leiðsögn og innsýn á skiljanlegu máli

„PISA prófin hafa í senn verið umdeild og áhrifamikil í umræðu um skólastarf víða um heim. Það hefur oft verið hiti í umræðunni þótt ekki hafi allir vitað nákvæmlega um hvað málið snerist. Höfundarnir þrír töldu nauðsynlegt að upplýsa málið og hefur svo sannarlega tekist að veita innsýn í þennan heim á skiljanlegu máli. Það er því mikill fengur að þessari bók og frábært að fá hana útgefna á íslensku.“     Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, Menntavísindasviði HÍ. 

„Kapphlaup þjóðanna um menntun veitir okkur ómetanlega leiðsögn um viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á sviði menntunar. Höfundarnir leggja fram fjölmörg rök fyrir því að tímabært sé orðið að við færum okkur út úr blindgötu mikilla gagnasafna yfir á mun frjórri brautir mikilla hugmynda.“ Dennis Shirley, prófessor við Boston College. 

 

Tengt efni