is / en / dk

11. Desember 2017

Vinnueftirlitið ætlar að standa fyrir námskeiðum fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum sem eru utan höfuðborgarsvæðisins um helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólunum, sjá upplýsingar og dagskrá.

Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 og verða námskeiðin haldin sem hér segir:
 

Janúar

 • 17. og 18. janúar, Austurvegi 56, Selfossi.
 • 22. og 23. janúar, Samkomuhúsinu Sólvöllum 3, Grundarfirði.
 • 24. og 25. janúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.
 • 30. og 31. janúar, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi.
 • 31. janúar og 1. febrúar, Viska Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.

Febrúar

 • 6. og 7. febrúar, Austurvegi 56, Selfossi.
 • 20. og 21. febrúar, Garðarsbraut 26, Húsavík.
 • 22. og 23. febrúar, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri.
 • 27. og 28. febrúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.

Mars

 • 5. og 6. mars, Skipagötu 14, 4.hæð, Akureyri.
 • 12. og 13. mars, Icelandair Hotels, Klettsvegi 1, Vík í Mýrdal.
 • 13. og 14. mars, Þverbraut 1, Blönduósi.
 • 21. og 22. mars, Krossmóa 4, Keflavík.

Apríl

 • 9. og 10. apríl, Víkurbraut 4, (Afl starfsgreinasamband) Höfn.
 • 9. og 10. apríl, Aðalstræti 107, Patreksfirði.
 • 12. og 13. apríl, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðin á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Smellt er á hnappinn „Öll námskeið“ og þá birtist listi yfir námskeið sem eru komin á dagskrá. 

Námskeiðsgjald á mann er kr. 20.000. Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
 

Tengt efni