is / en / dk

08. Desember 2017

Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra lýsa yfir stuðningi við ályktun málþings Skólamálaráðs Kennarasambands Íslands sem fór 5. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Heimilis og skóla hefur sent frá sér. Þar segir jafnframt: „Stjórnin tekur heilshugar undir þá kröfu að náms- og kennslugögn verði nemendum að kostnaðarlausu frá upphafi skólagöngu til loka framhalds- og tónlistarskóla og að skattur á bækur verði afnuminn og betur verði gætt að aðgengi að tæknibúnaði í skólum.“

Þá tekur stjórn Heimilis og skóla undir með málþingi Skólamálaráðs að stutt verði við Menntamálastofnun í því hlutverki að gefa út vönduð náms- og kennslugögn. 

Frétt um málþing Skólamálaráðs.

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla. 

Tengt efni