is / en / dk

07. Desember 2017

Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari hafa báðar dregið framboð sitt til varaformanns KÍ til baka. Þær tilkynntu framboðsnefnd þetta bréflega í morgun.

Halldóra og Þórunn Sif lýstu yfir á fundi með frambjóðendum til varaformanns, sem fór í Gerðubergi á mánudagskvöld, að þær treystu sér ekki til að vinna með nýkjörnum formanni KÍ, Ragnari Þór Péturssyni, í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þær sögðu að með þessu fælist ekki dómur um sekt eða sakleysi en trúverðugleiki hins nýkjörna formanns væri í húfi. 

Atkvæðagreiðsla um nýjan varaformann KÍ er hafin. 

 

 

Tengt efni