is / en / dk

06. Desember 2017

„Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ.

Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.

Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ.

Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.

Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ 

Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands,
Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ

Samþykkt á stjórnarfundi 5. desember 2017.

 

Yfirlýsingin á pdf

Tengt efni