is / en / dk

04. Desember 2017

Opinn fundur með frambjóðendum til varaformanns KÍ verður sendur út í beinni útsendingu á netinu í kvöld. Fundinum, sem fer fram í Gerðubergi og hefst klukkan 20, verður streymt á vef Netsamfélagsins, www.netsamfelag.is. 

Framjóðendur til varaformanns eru sex talsins og munu þeir kynna sig og sínar áherslur á fundinum. Fundarstjórn verður í höndum Þórhalls Gunnarssonar fjölmiðlamanns. 

Í framboði eru Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari, Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari, Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Heimir Björnsson framhaldsskólakennari, Simon Cramer framhaldsskólakennari og Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari. 

Hér er hægt að lesa um frambjóðendur og horfa á kynningarmyndbönd. 

Tengt efni