is / en / dk

30. Nóvember 2017

Kapphlaup þjóðanna um menntun – vangaveltur um PISA-kannanir og alþjóðleg próf eftir Sam Sellar, Greg Thompson og David Rutkowski kemur út í íslenskri þýðingu í næstu viku. Það er Félag grunnskólakennara sem gefur bókina út – í þýðingu Sigrúnar Eiríksdóttur. 

Kapphlaup þjóðanna um menntun upplýsir kennara, foreldra og stefnumótendur um PISA-rannsóknina á líflegan og aðgengilegan hátt. PISA-kannanir eru haldnar um heim allan á vegum OECD og þykja áhrifamestar allra prófa. 

Í Kapphlaupi þjóðanna um menntun er fjallað um nýjustu rannsóknir á námsmati og menntastefnum, fyrirkomulagi PISA-kannananna er rækilega lýst og fjallað um áhrif þeirra á stefnur og starfshætti í skólum um heim allan. Bókinni er ætlað að vekja upplýstar umræður um hlutverk prófa, notkun gagna úr þeim og gildi samanburðar þegar menntaumbætur eru annars vegar. 

Bókina verður hægt að panta hjá FG þegar hún kemur út. Hún verður á sérstöku tilboði til félagsmanna KÍ.

 

Tengt efni