is / en / dk

14. Nóvember 2017

Sigurður Sigurjónsson tekur við embætti formanns Félags stjórnenda leikskóla (FSL) á næsta aðalfundi félagsins sem fram fer snemma á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns FSL rann út þriðjudaginn 8. nóvember. Sigurður var sá eini sem gaf kost á sér og var því sjálfkjörinn í embættið. 

Ingibjörg Kristleifsdóttir, sem hefur gegnt formennsku í FSL frá stofnun félagsins árið 2010, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 

Sigurður tók sæti í stjórn félagsins árið 2014 og var þá kosinn varaformaður. Hann hefur verið starfandi formaður FSL frá því í byrjun þessa árs. 

Sigurður hefur verið skólastjóri leikskólans Andabæjar á Hvanneyri frá árinu 2015. Hann var aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri í leikskólanum Akraseli á Akranesi árin 2011-2015. Leikskólinn Skýjaborg var vinnustaður Sigurðar 2003-2011 þegar hann gegndi þar stöðu leikskólastjóra. Þá var hann leikskólakennari í Dal og Kjarrinu í Kópavogi á árunum 1999 til 2003. 

 

 

Tengt efni