is / en / dk

10. Nóvember 2017

Undirbúningur fyrir kjör varaformanns Kennarasambands Íslands er hafinn. Frestur til að skila inn framboði rennur út á miðnætti þriðjudaginn 21. nóvember næstkomandi. 

Lög Kennarasambandsins kveða á um að varaformaður skuli kosinn á fjögurra ára fresti. Kjörstjórn KÍ hefur ákveðið að atkvæðagreiðslan, sem er rafræn, fari fram dagana 7. til 13. desember 2017. 

Tilkynningu um framboð skal senda á netfangið frambodsnefnd@ki.is fyrir miðnætti daginn sem framboðsfrestur rennur út.

Í tilkynningu um framboð skal tiltaka nafn, kennitölu, aðildarfélag og vinnustað auk þess sem mynd af frambjóðanda þarf að fylgja.

Tilkynnt verður um öll framboð í miðlum KÍ um leið og þau berast. 

Tengt efni