is / en / dk

07. Nóvember 2017

Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Þrjú voru í framboði til formanns KÍ og féllu atkvæði þannig:

  • Guðríður Arnardóttir hlaut 1.944 atkvæði eða 34,2%
  • Ólafur Loftsson hlaut 392 atkvæði eða 6,9%
  • Ragnar Þór Pétursson hlaut 3.205 atkvæði eða 56,3%
  • Auðir seðlar 150 eða 2,6%

Á kjörskrá voru 10.675  og greiddu 5.691 atkvæði, eða 53,3%. Atkvæðagreiðslan var rafræn; hún hófst klukkan 9:00 miðvikudaginn 1. nóvember og lauk klukkan 14.00 í dag.

Ragnar Þór tekur við formennsku af Þórði Árna Hjaltested á VII þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Þórður lætur þá af embætti en hann hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2011. Eiríkur Jónsson var fyrsti formaður KÍ, sat frá árinu 2000 til 2011.
 

Tengt efni