is / en / dk

06. Nóvember 2017

Stjórn Skólastjórafélags Íslands kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðastliðinn föstudag, 3. nóvember. Formaður og stjórn voru kosin á aðalfundi félagsins sem fram fór 14. október 2017. 

Þorsteinn Sæberg er nýr formaður Skólastjórafélagsins og varaformaður er Magnús J. Magnússon. Aðrir í stjórn eru Ásta Steina Jónsdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Jón Páll Haraldsson. Varamenn eru Arnbjörg Stefánsdóttir, Álfheiður Einarsdóttir og Hermann Örn Kristjánsson. 

Fráfarandi formaður er Svanhildur María Ólafsdóttir en hún gegndi embætti formanns frá árinu 2010 og þar til á aðalfundinum í október. Þorsteinn Sæberg tekur til starfa í Kennarahúsinu um næstu mánaðamót. 

Skólastjórafélag Íslands varð til í núverandi mynd árið 1974; félagið er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og eru félagsmenn um 500 talsins. 

Vefsíða Skólastjórafélagsins. 

 

Tengt efni