is / en / dk

20. október 2017

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands (SÍ) skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því að launakjör og starfsaðstæður skólastjórnenda verði bætt. Aðalfundur SÍ var haldinn í Laugalækjarskóla 14. október síðastliðinn. 

Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem segir að „laun skólastjórnenda eigi að vera samkeppnishæf við laun stjórnenda hjá ríki og á almennum markaði“. Í ályktuninni segir jafnfram að munur á heildarlaunum stjórnenda hjá sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar sé 30 til 40 prósent. Enn meiri er munurinn ef horft er til stjórnenda á almennum markaði, nemur 50 til 60 prósentum. Þetta telur aðalfundur SÍ með öllu óásættanlegt. 

Framlög til menntamála eru efni annarrar ályktunar sem aðalfundurinn samþykkti. Þar er fjallað um þá staðreynd að útgjöld hins opinbera til menntamála hafi dregist saman um 13.4 prósent að raungildi frá árinu 2008. „Þetta með öllu óviðunandi staða að mati aðalfundarins. Að byggja upp gott og samkeppnishæft menntakerfi er verkefni sem hlúa þarf vel að. Þar þurfa að fara saman háleit markmið og fjármagn," segir orðrétt í ályktuninni. 

Aðalfundurinn sendi alls frá sér sex ályktanir; um kjaramál, framlög til menntamála, ytra mat í grunnskólum, nýliðun og kennaraskort, rannsóknir í menntavísindum og hæfnimiðað nám og námsmat. 

Ályktanirnar í heild. 

Epli – fréttabréf SÍ þar sem fjallað er um aðalfundinn. 

 

Tengt efni