is / en / dk

13. október 2017

 

Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, boðar til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna miðvikudaginn 18. október. Boðið er þeim fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu.

Flokkarnir og fulltrúar þeirra eru: 

 • Björt framtíð – Nichole Leigh Mosty
 • Flokkur fólksins – Ólafur Ísleifsson
 • Framsóknarflokkurinn – Kjartan Þór Ragnarsson*
 • Miðflokkurinn – Kolfinna Jóhannesdóttir
 • Píratar – Björn Leví Gunnarsson
 • Samfylkingin – Páll Valur Björnsson
 • Sjálfstæðisflokkur – Jóhannes Stefánsson
 • Vinstrihreyfingin – grænt framboð – Katrín Jakobsdóttir
 • Viðreisn – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
   

Fundurinn fer fram í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og stendur frá klukkan 16.30 til 18.30. Fundarstjóri verður Aðalbjörn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands Íslands. 

Allir velkomnir en fundurinn verður einnig sendur út á netinu (www.netsamfelag.is). 

*Uppfært 18.10. kl. 16.25: Kjartan Þór Ragnarsson kemur í stað Lilju Daggar Alfreðsdóttur. 

 

Tengt efni