is / en / dk

09. október 2017

Framboð til formanns Kennarasambands Íslands liggja fyrir en frestur til að skila inn framboði rann út á miðnætti á laugardag. Þrír gefa kost á sér í embættið. 

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:
• Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
• Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.
• Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari í Norðlingaskóla.

Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram dagana 1. til 7. nóvember næstkomandi. Nýr formaður tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári.
 

Tengt efni