is / en / dk

05. október 2017

Úrslit í Smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara voru kynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu skömmu fyrir hádegi í dag. 

Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til keppninnar en tilefnið er Alþjóðadagur kennara sem er í dag, 5. október. Þátttaka hefur verið góð í smásagnasamkeppninni frá upphafi og bárust á annað hundrað smásögur þetta árið. Keppnisflokkarnir voru fimm og skiptust svona; leikskólinn, grunnskólinn 1. til 4. bekkur, grunnskólinn 5. til 7. bekkur, grunnskólinn 8. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. 

Dómnefnd skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, og Bryndís Jónsdóttir, frá Heimili og skóla.


Sigurvegarar eru þessir:

Leikskólinn

  • Börn í leikskólanum Skýjaborg (árgangur 2012) í Hvalfjarðarsveit fyrir söguna Kennarinn með blað í fanginu.

Grunnskólinn 1. til 4. bekkur

  • Kjartan Kurt Gunnarsson, 1. bekk Grunnskóla Þórshafnar, fyrir söguna Ofurkennari minn.

Grunnskólinn 5. til 7. bekkur

  • Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, 5. bekk Hraunvallaskóla, fyrir söguna Barnalegi kennarinn.

Grunnskólinn 8. til 10. bekkur

  • Elísa Sverrisdóttir, 10. bekk Foldaskóla, fyrir söguna Hringrás.

Framhaldsskólinn

  • Dagný Ásgeirsdóttir, nemi í Menntaskólanum Tröllaskaga, fyrir söguna Kennarinn.

 

Vinningssögurnar verða birtar í Skólavörðunni sem kemur út um næstu mánaðamót. 

Kennarasamband Íslands og samstarfsaðilarnir, Heimili og skóli og Samtök móðurmálskennara, óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með frábærar sögur og um leið fá allir þeir sem sendu inn smásögu bestu þakkir fyrir.

 

 

 

Tengt efni