is / en / dk

13. September 2017

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hvetur rekstraraðila til að bregðast þegar í stað við manneklu í leikskólum, með aðgerðum til framtíðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í morgun. 

Í ályktuninni segir jafnframt að draga þurfi úr álagi og bæta verði starfsaðstæður kennara og barna. Fækka þurfi börnum á deildum og takmarka viðverutíma barna. 

Ályktunin í heild: 

Frá stjórn Félags stjórnenda leikskóla
Reykjavík 13. september 2017

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla hvetur rekstraraðila leikskóla til þess að bregðast við manneklu með aðgerðum til framtíðar.

Stjórn félags stjórnenda leikskóla telur brýnt að sveitarstjórnir landsins bregðist þegar í stað við manneklu í leikskólum. Nauðsynlegt er að leita allra leiða til að leysa þennan vanda í samráði við stjórnendur leikskólanna.

Grípa þarf strax til aðgerða við að draga úr álagi og bæta starfsaðstæður fyrir kennara og börn; með auknum tíma til undirbúnings og skipulags. Fækka þarf börnum á deildum, efla afleysingu vegna veikinda og takmarka viðverutíma barna.
 

 

Tengt efni