is / en / dk

01. September 2017

Hægt verður að bóka orlofseignir, á tímabilinu 8. janúar til 8. júní 2018, frá og með klukkan 18 þriðjudaginn 5. september næstkomandi. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir. 

Símavakt verður á milli klukkan 18 og 19 á þriðjudag; símanúmer verður birt samdægurs á Orlofsvefnum

Þá vill Orlofssjóður greina frá því að framkvæmdir standa yfir á Sóleyjargötu 25. Verið er að endurnýja dren og hafist verður handa við framkvæmdir innanhús sem standa munu yfir í vetur. Af þessum sökum er einungis hægt að opna fyrir bókanir 1 til 2 mánuði fram í tímann þar til framkvæmdir hefjast. Beðið er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Áfram verður helgarleiga bundin frá klukkan 16 á föstudegi til klukkan 18 á sunndegi í orlofshúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi. Þrjú orlofshús í Ásabyggð (nr. 41, 42 og 43) verða ekki í boði frá og með 17. september nk. vegna endurnýjunar. Áætlað er að ný hús í þeirra stað verði tekin í notkun sumarið 2018. 

Athugið að þrif verða ekki í boði í eignum Orlofssjóðs á lögbundum frídögum, s.s. um jól, áramót, páska, hvítasunnu og aðra slíka daga. 

Allar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Orlofssjóðs

Tengt efni