is / en / dk

10. Ágúst 2017

Regnbogafáninn hefur verið dreginn að hún við Kennarahúsið og mun blakta á meðan Hinsegin dagar standa yfir.

Hápunktur Hinsegin daga er Gleðigangan sem fram á laugardag, 12 ágúst. Í Gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt ættingum, vinum og þjóðinni allri til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði.

Regnbogafáninn hefur um árabil verið tákn baráttu hinsegin fólks um heim allan. Það var San Francisco-búinn Gilbert Baker sem hannaði og saumaði fyrsta regnbogafánann árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Friðarhreyfingar hafa einnig notað fánann í baráttu sinni og segir Baker fánann eign allra þeirra sem berjast fyrir mannréttindum.

Gleðigangan hefst klukkan 14 á laugardag og er upphafspunkturinn gatnamót Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Gengið verður niður Hverfisgötu, eftir Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu þar sem útitónleikar taka við í Hljómskálagarðinum.

Hinsegin dagar eru nú haldnir í 19. sinn. Lag Hinsegin daga syngur Daníel Arnarson. Lagið er eftir Örlyg Smára og textinn eftir Hólmar Hólm.

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42