is / en / dk

16. Ágúst 2017

Kennarasamband Íslands tekur þátt í Fundi fólksins 2017 sem að þessu sinni verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 8. og 9. september næstkomandi. Þetta er í annað skipti sem Kennarasambandið efnir til viðburðar á Fundi fólksins. 

Verður framtíðarkennarinn app? er yfirskrift viðburðar KÍ. 

Lýsing: Menntakerfinu er bæði ætlað að auka skilvirkni og gæði. Fleiri börn og ungmenni eiga að fara glaðari, duglegri og hraðar í gegnum skóla og menntun. Samhliða skapar tæknin daglega nýja möguleika fyrir sveigjanlega og einstaklingsbundna kennslu – og – eins og sumir vilja halda fram – að það verði í raun engin sérstök þörf fyrir kennara í framtíðinni. Tölvu- og tæknivæðingin er oft nefnd sem lausn á þeim mótsagnakenndu kröfum sem gerðar eru til menntastofnana. En getur notkun tölvutækni í menntakerfinu aukið bæði skilvirkni og gæði? Hvað þarf til – þegar tæknin er notuð í kennslu? Verður kennarinn óþarfur í framtíðinni eða mun kennarahlutverkið gjörbreytast? Hvert mun menntun þróast? 

Hvar: Salurinn Hamrar í Hofi, Akureyri.

Hvenær: Föstudaginn 8. september 2017, kl. 12:30 – 14:00.

Tegund viðburðar: Umræður. 

Þátttakendur:

  • Anna R. Árnadóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Krógabóli á Akureyri.
  • Hans Rúnar Snorrason, grunnskólakennari í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
  • Guðjón H. Hauksson, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri.
  • Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi í Háskólanum á Akureyri.

Fundarstjóri: Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. 

 

 

Tengt efni