is / en / dk

14. Ágúst 2017

Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum innan KÍ. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Aðalheiður sendi frá sér í morgun og hljóðar svo: 

Yfirlýsing varaformanns KÍ 14. ágúst 2017
Í Kennarasambandinu er hafinn undirbúningur fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um kjör formanns og varaformanns samtakanna sem fer fram í nóvember og desember næstkomandi.

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram í þessum kosningum. Ég hef lengi starfað fyrir kennarasamtökin, fyrst sem formaður Félags framhaldsskólakennara á árunum 2005 til 2014 og því næst sem varaformaður KÍ frá 2014 til 2018. Þetta er orðinn langur tími og því er rétt að láta hér staðar numið og snúa sér að nýjum verkefnum.

Þegar nú stendur til að kjósa alveg nýja forystu KÍ vænti ég þess að það sé dágóður hópur áhugasamra félaga sem geti hugsað sér að bjóða sig fram til þessara starfa, og ég efast ekki um að fjölmargir þeirra geta leyst þau af hendi með mikilli prýði. Það skiptir miklu máli að í fjölmennum stéttarsamtökum eins og KÍ ríki virk lýðræðismenning og að valið sé á milli persóna og hugmynda í almennum kosningum.

Stéttarfélög opinberra starfsmanna geta með réttu státað sig af því að þar er vandræðalaust fyrir félagsmenn að bjóða sig fram og framboð til trúnaðarstarfa útheimta ekki persónuleg fjárútlát eins og tíðkast í margvíslegum öðrum kosningum í samfélaginu. Það yrðu mikil vonbrigði ef fólk sýndi þessum kosningum ekki nægan áhuga, en að sama skapi góður bragur á því fyrir kennarasamtökin að fram færu spennandi og skemmtilegar kosningar nú í lok ársins til að velja næsta formann og varaformann KÍ fyrir næstu fjögur árin.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ. 

 

Kosning formanns Kennarasambandsins fer fram í nóvember og nýr varaformaður verður kjörinn í desember næstkomandi. 

 

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42