is / en / dk

10. Júlí 2017

Kjörstjórn Kennarasambands Íslands hefur hafið undirbúning kosningar um nýjan formann og varaformann KÍ. Kjörtímabil sitjandi formanns og varaformanns rennur út í apríl 2018.

Samkvæmt lögum KÍ kjósa félagsmenn sér formann og varaformann á fjögurra ára fresti. 

Kosning formanns Kennarasambands Íslands

  • Frestur til að skila inn framboði rennur út 7. október 2017
  • Kosning fer fram dagana 1. til 7. nóvember 2017

Kosning varaformanns Kennarasambands Íslands

  • Frestur til að skila inn framboði rennur út 21. nóvember 2017
  • Kosning fer fram dagana 14. til 20. desember 2017

Tilkynningu um framboð skal senda á netfangið frambodsnefnd@ki.is fyrir miðnætti daginn sem framboðsfrestur rennur út. Í tilkynningu um framboð skal tiltaka nafn, kennitölu, aðildarfélag og vinnustað auk þess sem mynd af frambjóðanda þarf að fylgja.

Tilkynnt verður um framboð í miðlum KÍ um leið og þau berast.
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42