is / en / dk

27. Júní 2017

Félagsdómur hefur fallist á sjónarmið og túlkun Kennarasambands Íslands (KÍ) í máli gegn Menntaskóla Borgarfjarðar (MB). 

KÍ stefndi MB fyrir samningsbrot á grundvelli kjarasamnings aðila. Um var að ræða ákvæði í kjarasamningi sem fjallar um að styttri námstíma í framhaldsskóla beri að meta sérstaklega á vinnu kennara enda um þjöppun námsefnis að ræða samhliða skerðingu á námi.

Þannig var gert sérstakt samkomulag við Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2015 sem fjallaði um mat á vinnu kennara í skólanum sem var og er þriggja ára skóli.

Niðurstaða Félagsdóms er á þá leið að Menntaskóla Borgarfjarðar beri að standa við samkomulagið sem gert var árið 2015. Úrskurður Félagsdóms féll í gær, 26. júní 2017. 

Félagsdómur fjallar nú um sambærilegt samkomulag sem var gert við Kvennaskólann árið 2015 og er niðurstöðu að vænta í haust.

Formaður Félags framhaldsskólakennara, Guðríður Arnardóttir, segir erfitt að sjá annað en að Félagsdómur muni með sama hætti gera Kvennaskólanum að standa við samkomulagið – og að í framhaldinu verði áhrif styttingar námstíma í framhaldsskóla metin á vinnu kennara í öllum framhaldsskólum landsins. 

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42