is / en / dk

27. Júní 2017

Fulltrúar Kennarasambandsins áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Fundurinn var að frumkvæði forsætisráðherra, sem átti sambærilega fundi með öðrum aðilum vinnumarkaðarins.

Á fundinum komu fulltrúar KÍ enn einu sinni á framfæri óánægju með afgreiðslu Alþingis á breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Sérstaklega var tiltekið að með breytingunum hafi skapast vantraust milli ríkisvaldsins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna, þar á meðal KÍ. Rakið var á fundinum að í komandi kjaraviðræðum muni KÍ áfram leggja áherslu á að leiðrétta þurfi laun kennara sérstaklega, meðal annars til að til að bregðast við núverandi og yfirvofandi kennaraskorti í skólum landsins. Á fundinum var einnig farið yfir rekstrarstöðu skóla landsins, samstarf aðila á vinnumarkaði og framtíðarskipan samningamála, launaröðun og nauðsyn þess að menntun sé metin betur til launa, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir hönd KÍ sátu fundinn Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ, Guðríður Arnardóttir, formaður FF, Ólafur Loftsson, formaður FG, og Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ. 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42