is / en / dk

13. Júní 2017

Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla, hefur tekið við formennsku í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Fráfarandi formaður er Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Aðalfundur FS fór fram í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri 8. júní síðstliðinn. Fyrir utan formannsskiptin urðu þær breytingar á stjórn FS að Ægir Karl Ægisson, áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, tekur sæti í aðalstjórn og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sest í varastjórn.

Stjórn FS

 • Ingi Bogi Bogason, Borgarholtsskóla, formaður
 • Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
 • Þorbjörn Rúnarsson, Flensborgarskólanum
 • Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Verkmenntaskóla Austurlands
 • Ægir Karl Ægisson, Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Varamenn í stjórn

 • Guðlaug Pálsdóttir, Fjölbrautaskóla Suðurnesja
 • Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, Menntaskólanum á Akureyri
   

Kosið var í önnur embætti á aðalfundinum og eru þau þannig skipuð:

 • Aðalfulltrúi í stjórn vísindasjóðs
  Kolbrún Kolbeinsdóttir, TS
 • Varafulltrúi í stjórn vísindasjóðs
  Dröfn Viðarsdóttir, FVA
 • Skoðunarmenn reikninga
  Hallur Reynisson og Halldór Hauksson
 • Varaskoðunarmaður
  Guðlaugur Pálmi Magnússon
 • Framboðsnefnd
  Guðrún Guðjónsdóttir og Magnús Ingvarsson
 • Varamaður í framboðsnefnd
  Anton Már Gylfason
 • Skólamálaráð
  Alma Oddgeirsdóttir
 • Útgáfustjórn
  Anna María Jónsdóttir
 • Fagráð
  Leifur Ingi Vilhjálmsson
 • Varamaður í fagráði
  Sólrún Guðjónsdóttir 

Félag stjórnenda í framhaldsskólum var stofnað 1999 og er eitt af sjö aðildarfélögum Kennarasambands Íslands. Félagsmenn eru um hundrað og rétt til að gerast félagar eru aðstoðarskólameistarar, konrektorar, staðgenglar skólameistara/rektors, áfangastjórar og aðrir þeir sem gegna að minnsta kosti hálfri stöðu sem stjórnendur í framhaldsskólum. 


 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42