is / en / dk

17. Maí 2017

Niðurstöður könnunar á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands liggja fyrir. Það var að frumkvæði vinnuumhverfisnefndar KÍ sem lagt var upp með könnunina í febrúar síðastliðnum.

Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri, hafði yfirumsjón með könnuninni sem var rafræn og lögð fyrir alla félagsmenn KÍ. Tæplega 46 prósent félagsmanna tóku þátt í könnuninni. 

Markmið könnunarinnar var að kanna tíðni eineltis, áreitni og ofbeldis hjá kennurum, náms- og starfsráðgjöfum og skólastjórnendum hér á landi. „Á þingi KÍ kom fram að brýnt er að kanni tíðni og umfang ofangreindra vandamála hjá félagsmönnum til að geta betur aðstoðað þá við að leysa eins farsællega og kostur er úr þeim málum sem upp koma og veita þá þjónustu sem félagsmenn í reynd hafa þörf fyrir,“ sagði í kynningarbréfi sem félagsmenn KÍ fengu í tölvupósti þegar könnunin var kynnt. 

Könnunin leiðir í ljós að ríflega 10 prósent félagsmanna KÍ hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum. Tæp tvö prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni, 3,3 prósent fyrir kyndbundinni áreitni og 4,6 prósent fyrir hótunum. Tæp 5 prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en 12,5 prósent fyrir andlegu ofbeldi. 

Spurt var um gerendur og í tilfellum eineltis og andlegs ofbeldis voru gerendur oftast yfirmaður eða vinnufélagi. Vinnufélagar voru oftast tilgreindir sem gerendur í kynferðislegri og kynbundinni áreitni, nemendur voru hins vegar oftast tilgreindir sem gerendur þegar spurt var um líkamlegt ofbeldi og hótanir. 

Þessa dagana er unnið að því að kynna niðurstöðurnar fyrir forsvarsmönnum Kennarasambandsins og aðildarfélaga þess. Þá verður unnið áfram með niðurstöðurnar með að markmiði að vekja kennara og skólastjórnendur til vitundar um þessi mál og leita leiða til að fækka þeim. 

Niðurstöður könnunarinnar. 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42