is / en / dk

16. Maí 2017

Um 88 prósent félagsmanna KÍ hafa á einhverjum tímapunkti nýtt sér þjónustu Orlofssjóðs KÍ. Af þeim sögðust rétt tæplega 78 prósent mjög ánægð eða ánægð með þjónustuna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðustöðum rafrænnar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna KÍ. Sagt er frá könnuninni í Skólavörðunni, 1. tbl. 2017

Um 2.600 félagsmenn tóku þátt í könnuninni. Meðal annarra niðurstaðna má nefna að félagsmenn virðast almennt sáttir við þann fjölda sumarhúsa sem Orlofssjóður KÍ á og sömu sögu er að segja um fjölda orlofsíbúða í Reykjavík. Spurt var hvort fólk vildi fjölga húsum þar sem gæludýr eru leyfð og taldi fjórðungur svarenda svo vera en rúmlega 52 prósent voru andsnúin þeirri hugmynd. 

Um 40 prósent þátttakenda í könnuninni eru ánægð með umfang þjónustu Orlofssjóðs en 33 prósent telja það of lítið. Þá kom fram ánægja með Ferðablað Orlofssjóðs en 75 prósent þeirra sem tóku þátt kváðust ánægð eða mjög ánægð með blaðið. 

Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að þróa og bæta þjónustu Orlofssjóðs KÍ. 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42