is / en / dk

09. Maí 2017

Ársfundur Félags grunnskólakennara 2017 skorar á menntamálaráðherra að taka starfsemi Menntamálastofnunar til alvarlegrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á fundinum, en hann fór fram dagana 4. og 5. maí 2017. „Hvert vandamálið og frumhlaupið á fætur öðru hefur komið upp frá því að stofnunin var sett á fót. Ábendingar frá fag- og hagsmunaaðilum um hvað betur hefur mátt fara, í smáum sem stórum málum, hafa oftar en ekki verið hunsaðar með alvarlegum afleiðingum,“ segir ályktuninni. 

Þá er skorað á ráðherra menntamála að beita sér af þunga fyrir því „að raunverulegt samráð um stefnumótun og stefnumörkun í málefnum grunnskólans verði haft við hagsmunaaðila“.

Ályktun ársfundar FG hjlóðar svo: 

Starfsemi og tilgangur Menntamálastofnunar verði tekin til alvarlegrar endurskoðunar
„Ársfundur Félags grunnskólakennara (FG) skorar á nýkjörinn mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, að taka starfsemi og tilgang Menntamálastofnunar til alvarlegrar endurskoðunar. Hvert vandamálið og frumhlaupið á fætur öðru hefur komið upp frá því að stofnunin var sett á fót. Ábendingar frá fag- og hagsmunaaðilum um hvað betur hefur mátt fara, í smáum sem stórum málum, hafa oftar en ekki verið hunsaðar með alvarlegum afleiðingum. Ekki hefur verið um raunverulegt samráð að ræða. Sýndarsamráð er tímaeyðsla og skilar engu.

Ársfundur FG skorar jafnframt á ráðherra að beita sér af þunga fyrir því að raunverulegt samráð um stefnumótun og stefnumörkun í málefnum grunnskólans verði haft við hagsmunaaðila. Það er með öllu óþolandi að hvert stórverkefnið á fætur öðru sé þvingað inn í grunnskóla landsins án samráðs við þá sem eiga að vinna verkin, t.d. kennara og sveitarfélög. Nýlegt dæmi um algert samráðsleysi menntamálaráðuneytisins við kennara Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans vegna hugsanlegrar sameiningar þessara skóla er ámælisvert.

Minnt er á vilja Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara til að taka upp samtal við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntamálastofnun um hvernig hingað til hefur verið staðið að innleiðingu nýrra verkefna og breytinga í grunnskólum, svo sem á námsmati og aðalnámskrá, með það að markmiði að bæta verklag svo grunnskólinn geti tekið við verkefnum frá ríkinu og komið þeim í framkvæmd.

Ársfundur FG telur afar mikilvægt að breytingar sem gerðar eru á starfsumhverfi grunnskóla með stjórnvaldsákvörðunum byggi á faglegum grunni og séu unnar í samráði og sátt við hagsmunaaðila og að fjármagn sé tryggt áður en ráðist er í innleiðingu.“ 
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42