is / en / dk

03. Maí 2017

Kennarar í Flensborgarskólanum vilja að sá umtalsverði sparnaður sem verður til vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs verði nýttur til að efla framhaldsskólakerfið. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi kennara við skólann sem haldinn var 2. maí.

Ályktunin í heild er svohljóðandi:
„Kennarar Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýsa yfir áhyggjum sínum yfir langvarandi aðhaldi í fjárheimildum til framhaldsskóla sem sett hefur mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu skólans.

Það er hagsmunamál íslenskrar æsku og um leið íslensks samfélags að vel sé vandað til menntunar og að sá umtalsverði sparnaður sem verður til vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé nýttur til að efla framhaldsskólakerfið, en endurspeglist ekki í lægri framlögum til málefnasviðsins.

Langvarandi aðhald í fjárheimildum til framhaldsskóla hefur sett mark sitt á starfsemi framhaldsskóla og rekstrarstöður þeirra. Undirfjármögnun hefur bitnað á gæðum kennslu og námsframboði og í sumum tilfellum hefur ekki verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu eða endurnýja búnað og kennslutæki“.
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42