is / en / dk

28. Febrúar 2017

Fjallað verður um áhrif samfélagsmiðla á nemendur og hvernig spjaldtölvur eru nýttar í skólastarfi í þættinum „Skólinn okkar“ sem sýndur verður klukkan 20.30 í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Rætt verður við nemendur um hvernig þeir nýta tölvur og samfélagsmiðla í náminu og kíkt í heimsókn í dönskutíma í Brekkuskóla á Akureyri þar sem spjaldtölvur eru notaðar við kennslu. Þar kemur meðal annars fram að nemendur eru oft áhugasamari þegar tölvurnar eru notaðar í kennslu og þær gagnist bæði bráðgerum nemendum og þeim sem eiga erfitt með nám.

Gestir í þættinum verða þau Örn Arnarson grunnskólakennari og Fjóla Þorvaldsdóttir leikskólakennari, en bæði hafa þau mikla reynslu af því að nota samfélagsmiðla og spjaldtölvur í störfum sínum.

Stikla úr 3. þætti sem verður frumsýndur í kvöld, 28. febrúar. 
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42