is / en / dk

17. Janúar 2017

Tónlistarkennarar, sem tilheyra grasrótarhópi innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, afhentu Degi B. Eggertssyni ályktun í hádeginu í dag. Í ályktun hópsins segir meðal annars að óviðunandi sé að FT hafi verið með lausa samninga í nærfellt fimmtán mánuði.

„Það veldur okkur miklum vonbrigðum að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg hafi ekki séð sér fært að koma meira til móts við samninganefnd FT hvað varðar stuttan samningstíma og eingreiðslu en raun ber vitni og binda þannig endi á það ófremdarástand sem kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum hafa þurft að búa við í rúmt ár," segir í ályktuninni.

Farið er fram á að eftirtaldar tvær spurningar verði ræddar á næsta fundi borgarstjórnar, sem samkvæmt dagskrá verður haldinn 31. janúar næstkomandi.

  • Hver er stefna borgarinnar gagnvart tónlistarkennslu og sambærilegri launasetningu tónlistarskólakennara miðað við aðra kennarahópa í kennarasamtökum landsins?
  • Hvað vill borgin gera til að liðka fyrir því að hægt verði að ganga frá kjarasamningi sem sátt ríkir um?
Halldóra Aradóttir tónlistarkennari skrifar undir ályktunina fyrir hönd áhyggjufullra tónlistarskólakennara.

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42