is / en / dk

29. Desember 2016

Stjórn Kennarasambandsins samþykkti á síðasta fundi sínum á árinu að styrkja Rauða krossinn um 350.000 krónur. Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ, afhenti styrkinn skömmu fyrir jól en það var Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík, sem veitti honum móttöku.

Styrkurinn er veittur til verkefnisins Heilahristings og nýtist Rauða krossinum til að styðja börn, sem flest eru af erlendum uppruna, við heimanám. Heilahristingur parar saman börn sem ekki njóta stuðnings heima við til heimanáms og sjálfboðaliða, sem margir eru kennarar á eftirlaunum. Stuðningurinn fer að miklu leiti fram á bókasöfnum. Framlag Kennarasambandsins gerir Rauða krossinum í Reykjavík kleift að efla verkefnið, enda hefur það margsannað mikilvægi sitt.

Kennarasambandið hefur ekki sent út jólakort um langt árabil en þess í stað látið fé af hendi rakna til góðgerðarfélaga og samtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna. Fjöldi samtaka hefur notið góðs af jólakortastyrk KÍ og má þar nefna Umhyggju, Barnaspítala Hringsins, Þroskahjálp, Unglingadeild SÁÁ, Mæðrastyrksnefnd, Krabbameinsfélagið, Hjálparstarf kirkjunnar og Barnaheill – Save the Children.

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42