is / en / dk

22. Desember 2016

Samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna stöðunnar í samningaviðræðum þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga: 

Eins og kunnugt er hefur kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg verið laus frá því í byrjun nóvember 2015 eða í tæpa 14 mánuði. Við þetta ástand má ekki una mikið lengur. Í tilraun samninganefndar FT til þess að höggva á þann hnút sem kjaraviðræðurnar hafa verið í lögðum við fram, 20. desember, hugmynd um skammtímasamning.

Með slíkum samningi gæfist starfshópi, sem tæki til starfa í byrjun næsta árs, aukið svigrúm til þess að ljúka vinnu við mikilvægar umbætur á kjarasamningnum og m.a. meta kosti og galla þess að færa launaumhverfi félagsmanna FT nær því sem gerist hjá kennurum og stjórnendum í öðrum skólagerðum. Tillaga FT gerði ráð fyrir að þessari vinnu lyki á næsta ári.

Ennfremur gerðu hugmyndir FT ráð fyrir eingreiðslu til þess að bæta félagsmönnum að einhverju leyti lægri launasetningu í rúmt ár vegna tafa við samningagerðina.+

Staðan er óviðunandi fyrir alla hlutaðeigandi og í ljósi þess er í framlögðum hugmyndum FT til lausnar málsins ekki gert ráð fyrir öðrum launabreytingum en þeim sem samninganefnd sveitarfélaganna hafði þegar lagt fram.

Samtal aðila síðustu daga hefur litlum árangri skilað. Það eru vonbrigði og kemur nokkuð á óvart að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg hafi ekki séð sér fært að koma meira til móts við okkur hvað varðar stuttan samningstíma og eingreiðslu en raun ber vitni og binda þannig endi á það ófremdarástand sem kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum hafa þurft að búa við í rúmt ár.

Samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum


 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42