is / en / dk

28. október 2016

Stjórn Kennarasambands Íslands sendi frá sér ályktun í morgun vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um næstu mánaðamót hefur FT verið samningslaust í heilt ár. 

Ályktun stjórnar KÍ hljóðar svo: 

Stjórn Kennarasambands Íslands (KÍ) lýsir þungum áhyggjum af stöðunni sem uppi er í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjarasamningar tónlistarskólakennara hafa verið lausir í nærfellt heilt ár eða frá 1. nóvember 2015.

Staða tónlistarskólakennara er með þeim hætti að nýliðun er lítil sem engin innan stéttarinnar og afstaða sveitarfélaganna er farin að hafa áhrif á starfsánægju tónlistarskólakennara í starfi.

Sú hugmynd að allar skólagerðir vinni saman gengur ekki upp ef mismunun í kjörum kennarahópanna heldur áfram.

Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu.

28. október 2016,

Stjórn Kennarasambands Íslands

 

 


 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42