is / en / dk

18. október 2016

Tónlistarskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu lýsa þungum áhyggjum af stöðu samningamála og segja launahugmyndir samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga með öllu óásættanlegar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem var samþykkt á svæðisþingi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarkólum sem fram fór í Nauthóli í Reykjavík föstudaginn 14. október 2016. Á þinginu var eftirfarandi ályktun samþykkt. 

Við, tónlistarskólakennarar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu, lýsum yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem er í samningaviðræðum okkar við Samninganefnd sveitarfélaga (SNS). Nú er tæpt ár frá því samningur tónlistarskólakennara rann út. Félagsmenn eru orðnir langeygir eftir nýjum samningi. Kröfur okkar eru sanngjarnar, þ.e. að launaþróun félagsmanna FT fylgi launaþróun annarra kennara innan Kennarasambands Íslands, sömu laun fyrir sambærileg störf. Í launahugmyndum SNS er tónlistarskólakennurum áfram boðið að vera með laun allt að 15% lægri en annarra kennara. Þetta er með öllu óásættanleg niðurstaða. Svæðisþingið skorar á SNS að ganga til samninga nú þegar.

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42