is / en / dk

13. Júní 2016

Tónlistarkennarar fjölmargra tónlistarskóla hafa síðustu daga sent frá sér ályktanir og yfirlýsingar þar sem þeir lýsa furðu yfir þeirri stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tónlistarskólakennarar innan Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla (FT) hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í deilunni.

„Það er sorgleg staða að nú skuli, á síðustu metrunum í vorverkunum okkar, ekki enn hafa náðst niðurstaða í samningarferlinu og sumarið að skella á með tilheyrandi óvissu“ segir m.a. í ályktun kennara og stjórnenda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

„Á síðustu árum hefur myndast launabil milli kennara og stjórnenda í FT og sambærilegra hópa í öðrum skólagerðum. Þá þróun er nauðsynlegt að stöðva og leiðrétta“ segir í ályktun kennara og stjórnenda við Tónlistarskólann á Akureyri.

„Nú er kominn júní og kennarar að klára sín verk fyrir sumarið. Enn bólar ekkert á samningum og lítið heyrist um að það þoki í samkomulagsátt. Okkur finnst við hafa verið þolinmóð í biðinni en getum nú ekki lengur orða bundist. Það þarf ekki að fjölyrða um það við ykkur hvaða hlutverki tónlistarmenntun í landinu hefur. Það hefur verið rætt oftar en tölu er á fest, bæði hvað varðar þær tekjur sem tónlistarmenn skapa, en ekki síður þann andlega auð sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum og lýsir sér í mjög almennri tónlistarþátttöku almennings“ segir ennfremur í ályktun skólastjóra og kennara tónlistarskóla á Austurlandi.

Ályktanir og yfirlýsingar kennara og stjórnenda tónlistarskóla má sjá í heild hér:

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42