is / en / dk

14. Apríl 2016

Skólastjórnendur á Vesturlandi hafa sent frá sér ályktun þar sem benda á að efla þurfi faglegan stuðning við innleiðingu námskrár og mikilvægt sé að leitað verði til skólafólks sem hefur reynslu og þekkingu á þessu sviði. 

Í ályktuninni segir jafnframt að frá því námskrá fyrir greinasvið hafi komið út haustið 2013 hafi skólar unnið að innleiðingu nýrra kennsluhátta og námsmats. „Það verður að segjast að þessi vinna gengur mjög misjafnlega. Það sem hefur gengið hvað örðugast er tæknilegs eðlis og felst meðal annars í því að hæfniviðmiðin eru óljóst orðuð og matsviðmiðin líka mörg hver," segir orðrétt í ályktuninni. 

Þá fagna skólastjórnendur því frelsi sem skólum er fengið til að fara sínar leiðir við að útfæra kennslu og námsmat, s.s. vægi einstakra hæfniviðmiða sem fremi sem leiðin sé í samræmi við meginhlugsun aðalnámskrár. 

„Hugmyndafræðin á bak við þessar breytingar eru skref í rétta átt og er hluti af alþjóðlegri bylgju sem hefur haft áhrif á nám og kennslu á öllum skólastigum. Við setjum okkur ekki upp á móti hugmyndafræðinni heldur bendum á að það sem betur þyrfti að fara í útfærslu hennar sem er aðallega tvennt: Við bendum á að það hefði þurft að gefa meiri tíma og svigrúm til að vinna hæfni- og matsviðmiðin og við innleiðingu þeirra.“

Ályktunin í heild. 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42