is / en / dk

27. Janúar 2016

Menntamiðja, samráðsvettvangur um skólastarf, verður starfrækt næstu þrjú árin hið minnsta. Samningur þessa efnis var undirritaður þriðjudaginn 26. janúar. Að samkomulaginu standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. 

Menntamiðja hefur verið starfrækt síðan 2012 við góðan orðstír. „Í hverju verkefni er virkjaður hópur fólks sem hefur þekkingu, áhuga og erindi í margbreytilega umræðu um þróun menntunar og skólamála. Tekist hefur að skapa samráðsvettvang á netinu þar sem fólk kemur saman úr ólíkum áttum, svo úr verður suðupottur nýrra hugmynda og þekkingar,“ segir á vefsíðu HÍ. 

Þá er vert að geta þess að fjörlegar umræður fara fram á Twitter undir myllumerkinu #menntaspjall

„MenntaMiðja verður hluti af Menntavísindastofnun og er fyrirhugað að samstarfsaðilar fundi að lágmarki einu sinni á ári. Áhersla er lögð á tengingu milli stofnana, skóla og fræðasamfélagsins með gagnkvæman ávinning allra aðila að leiðarljósi," segir jafnfram á vef HÍ. 

Vefur MenntaMiðju

 

 

Tengt efni