is / en / dk

15. Janúar 2016

Samstarfshópur um Dag leikskólans kallar þessa dagana eftir tilnefningum til Orðporsins 2016. Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 5. febrúar næstkomandi. 

Að þessu sinni hefur verið ákveðið Orðporið 2016 verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr við að fjölga körlum í hópi leikskólakennara. Öllum er frjálst að tilnefna, það eina sem þarf að gera er að fylla út tilnefningarblað á netinu og senda í síðasta lagi 25. janúar 2016. Valnefnd, skipuð fulltrúum Samstarfshóps um Dag leikskólans, fer yfir tilnefningarnar og velur verðlaunahafann. 

Orðsporið 2016 verður afhent við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís á Degi leikskólans

 

Verðlaunahafar fyrri ára

Síðastliðin þrjú ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem hefur þótt skara fram úr í að efla orðspor leikskólans og eða hefur unnið ötullega í þágu leikskóla. Þeir sem hafa hlotið Orðsporið eru: 

  • 2013 Súðavíkurhreppur / Kristín Dýrfjörð og Margrét Pála Ólafsdóttir
    Súðavíkurhreppur fyrir að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla. Kristín og Margrét Pála fyrir að vekja umræðu um málefni leikskólans.
  • 2014 Okkar mál – þróunarverkefni
    Sem fól í sér aukið samstarf skóla og stofnana í Fellahverfi.
  • 2015 Kópavogsbær og sveitarfélagið Ölfus
    Fyrir að sýna sveigjanleika þannig að starfsfólk leikskóla geti sinnt námi með vinnu; aðstoða við námskostnað og veita launuð námsleyfi. 

Samstarfshóp um Dag leikskólans skipa fulltrúar Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.  

 

Myndir frá Degi leikskólans árið 2015.

 

 

 

Tengt efni