is / en / dk

14. Janúar 2016

Ríflega ein og hálf milljón manna gæti hugsað sér að vera kennari í Svíþjóð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem fyrirtækið Novus gerði fyrir sænska kennarasambandið (Lärarförbundet) nýverið. 

Alls svöruðu 22 prósent spurningunni „Ef þú gætir valið þér starfsgrein í dag kæmi kennarastarfið til greina?“ annars vegar með því að segja: „já, örugglega“ eða „já, líklega“. Þátttakendur í könnuninni voru á aldrinum 18 til 79 ára. Ef niðurstöðurnar eru heimfærðar á sænsku þjóðina þá er hægt að halda því fram að meira en 1,5 milljón manna geti hugsað sér að starfa sem kennari. Áhugi á kennarastarfinu var ívið meiri hjá hinum  yngri en 30 prósent þátttakenda á aldrinum 18 til 29 ára kváðust geta hugsað sér að vinna við kennslu. 

Kennaraskortur er í Svíþjóð, eins og svo víða, og samkvæmt nýrri spá sænska menntamálaráðuneytisins þarf að ráða 90 þúsund kennara til starfa á næstu fimm árum. 

Vefsíða Sænska kennarasambandsins. 

 

Tengt efni