is / en / dk

27. Ágúst 2015

Skólastjórafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna umræðu um læsi.

Skólastjórafélag Íslands fagnar faglegri umræðu og aðgerðum til að þróa og bæta námsárangur nemenda. Það er vel, að menntamálaráðherra hafi forgöngu um að hagsmunaaðilar taki sig saman og beini kröftum sínum að því að auka lestrarfærni nemenda og skrifi undir þjóðarsáttmála þess efnis. Til þess að þjóðarátak um læsi nái að verða að veruleika þurfa allir aðilar að beita sér fyrir faglegri og málefnalegri umræðu um nám og námsárangur nemenda sem byggir á samanburðarhæfum rannsóknarniðurstöðum.

Á sama tíma og fagnað er faglegri umræðu harmar Skólastjórafélag Íslands yfirlýsingar starfsmanna Menntamálastofnunar og ráðherra menntamála, Illuga Gunnarssonar, í fjölmiðlum síðustu daga þar sem fjöldi skólastjórnenda og annarra sérfræðinga í kennslu er sakaður um að standa ófaglega að lestrarkennslu í grunnskólum.

Skólastjórafélags Íslands lýsir furðu sinni á að menntamálaráðherra skuli á sama tíma og hann boðar til þjóðarátaks í læsi ráðast með svo ómaklegum hætti að nærri helmingi grunnskóla í landinu. Röksemdafærsla og fullyrðingar ráðherra og starfsmanna Menntamálastofnunnar í fjölmiðlum eru ekki samboðin faglegri umræðu um lestrarnám og skólastarf í landinu.

Tengt efni