is / en / dk

29. Janúar 2015

Sala á gjafabréfum fyrir Flugfélagið Erni er hafin á Orlofsvef KÍ. Um er að ræða fjórar flugleiðir; Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal. 

Verð á flugleiðunum er eftirfarandi (flugávísun): 

  • Vestmannaeyjar kr. 7.500,-
  • Höfn í Hornafirði kr. 9.800,-
  • Húsavík kr. 9.800,-
  • Bíldudalur kr. 9.200,-

Engar fjöldatakmarkanir eru á þessum flugávísunum en vert er að taka fram að þær gilda aðeins fyrir félagsmenn KÍ, ekki maka þeirra eða börn. 

Ekki er hægt að nota þessa flugmiða í eftirfarandi flugi hjá Flugfélaginu Erni á háannatímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 2015:

  • Kl.  8.55 (morgunflug) Reykjavík -- Höfn; mánudaga, þriðjudaga og föstudaga.
  • Kl. 18.55 (síðdegisflug) Höfn -- Reykjavík, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Öll flug: Reykjavík -- Vestmannaeyjar og Vestmannaeyjar -- Reykjavík um verslunarmannahelgi ár hvert. (Frá föstudegi til mánudags þá helgi). 

Að lokum skal þess getið að Orlofssjóður hefur gert samning við Hótel Vestmannaeyjar um afslátt á gistingu fyrir félagsmenn KÍ. Hótelmiðar verða settir í sölu á næstu dögum. 

Sjá nánar á Orlofsvefnum

Tengt efni