is / en / dk

23. Janúar 2015

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa komið viðeigandi upplýsingum til Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna er tengist eftirlaunagreiðslum tuga fyrrverandi leikskólastjóra hjá borginni. Í bréfi sem Félagi stjórnenda leikskóla hefur borist frá borginni er beðist velvirðingar á þeirri töf sem varð á afgreiðslu málsins.

Eins og fram kom í fréttum RÚV í vikunni varð seinagangur borgarinnar í málinu til þess að fjöldi fyrrverandi leikskólastjóra hjá Reykjavíkurborg fengu mánuðum saman rangar lífeyrisgreiðslur þar sem umræddar upplýsingar frá borginni skiluðu sér ekki.

Tengt efni