is / en / dk

28. Nóvember 2014

Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, skrifar um mikilvægi starfsþróunar í nýju Greinarkorni sem birt er á vefsvæði Skólastjórafélagsins.
Ingileif segir nauðsynlegt að skólastjórnendur deili þekkingu með samstarfsfólki, skjólstæðingum og öðru samferðafólki.

„Og til þess að þekkingin sé í takti við þann veruleika sem við störfum við hverju sinni ber okkur að auka við hana og viðhalda. Undan þessu verður ekki vikist,“ skrifar Ingileif.

Miðlun þekkingar sem að því að undirbúa nemendur fyrir framtíð sem hvorki við né þeir vita almennilega hvernig hún lítur út. „Ekki minnkar vægi þessarar skyldu þegar við skoðum hana í því ljósi að velferð nemenda okkar í framtíðinni byggir að stórum hluta á því hvernig skólagöngu þeirra er háttað. Bara það eitt ætti að nægja til að hvetja okkur til að vera sífellt með hugann við það sem raunverulega ber mestan árangur í námi og kennslu barna og ungmenna,“ skrifar Ingileif.

 

Tengt efni