is / en / dk

28. Nóvember 2014

Persónuuppbót (desember uppbót) skv. 3. grein kjarasamnings KÍ og fjármálaráðherra í ár verður skert vegna verkfalls síðastliðið vor. Fjársýsla ríkisins hefur gefið eftirfarandi upplýsingar um framkvæmd skerðingar á desemberuppbót:

Full upphæð persónupphótar vegna ársins 2014 á að vera 73.600 kr. miðað við fullt starf.

Verkfallsfrádráttur hjá kennara í 100% starfi, í mars og apríl var samtals 70,77%

Réttur til persónuuppbótar hans reiknast því sem 100% laun í 10 mánuði mínus 70,77% deilt með 10 sem gerir 92,92% af fullri uppbót sem er kr. 68.389.

Upphæð desemberuppbótar fyrir árið 2014 miðað við fullt starf verður samkvæmt þessu 68.389 krónur.

Tengt efni