is / en / dk

25. Nóvember 2014

Nemendur sem starfa fyrir nemendafélög eiga oft erfitt með að sinna námi sínu sem skyldi. Til þess að bregðast við þessu hefur Flensborgarskólinn sett nýjan áfanga á laggirnar. Áfanginn nefnist Leiðtogaþjálfun og í hann sækja stjórnarmenn nemendafélagsins og formenn nefnda og ráða.

Freyja Auðunsdóttir, framhaldsskólakennari í Flensborg, gerir þessa nýbreytni að umtalsefni í nýjum Vikupósti á vef FF. „Tilgangur og markmið áfangans eru margþætt. Í fyrsta lagi að gera nemendum kleift að starfa að málefnum nemendafélagsins á skólatíma án þess að það komi niður á öðru námi. Í öðru lagi er námið formlega orðið einingabært,“ skrifar Freyja meðal annars í Vikupóstinum.
 

Tengt efni