is / en / dk

25. Nóvember 2014

Samninganefnd Félags tónlistarskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga klukkan hálfsex í morgun. Fundur hafði þá staðið sleitulaust síðan klukkan 13 í gær. Verkfalli tónlistarskólakennara hefur verið aflýst en það hefur stóð í nærfellt fimm vikur. 

Nýi kjarsamningurinn, sem er til skamms tíma, verður kynntur félagsmönnum FT á næstu dögum og síðan borinn undir atkvæði. Niðurstaða mun liggja fyrir 8. desember. 

Tengt efni