is / en / dk

30. október 2014

Stjórn Félags framhaldsskólakennara (FF) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við baráttu tónlistarkennara. Í yfirlýsingu FF segir að tónlist sé ein helsta útflutningsgrein þjóðarinnar auk þess að eiga þátt í gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Stjórn FF segir engin rök fyrir því að kjör tónlistarkennara séu lakari en annarra kennarastétta. 

Yfirlýsing FF í heild sinni: 

Stjórn félags framhaldsskólakennara lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu tónlistarskólakennara

Ein stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er tónlist og hefur komið Íslandi rækilega á kortið í alþjóðlegu samhengi. Tónlist á verulegan þátt í gríðarlegri aukningu á fjölda ferðamanna undanfarna tvo áratugi með stórauknum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þær tekjur halda meðal annars uppi velferðarkerfi landsins. Slíkur árangur verður ekki til af sjálfu sér, allt okkar frábæra tónlistarfólk og stolt þjóðarinnar á erlendri grundu hefur hlotið menntun sína í tónlistarskólum landsins.

Verði kjör tónlistarskólakennara ekki leiðrétt er hætt við að við missum frábært hæfileikafólk í önnur störf með ófyrirséðum afleiðingum og skaða fyrir íslenskt samfélag.

Stjórn Félags framhaldsskólakennara lýsir yfir stuðningi við réttmæta baráttu Félags tónlistarskólakennara fyrir bættum kjörum, það eru engin rök eru fyrir því að launasetning tónlistarskólakennara sé lakari en annarra kennarastétta og við skorum á Samband íslenskra sveitarfélaga að koma til móts réttlátar kröfur tónlistarskólakennara nú þegar.

Stjórn Félags framhaldsskólakennara
 

Tengt efni