is / en / dk

30. október 2014

Félag leikskólakennara lýsir yfir fullum stuðningi við tónlistarskólakennara og stjórnendur í Félagi tónlistarskólakennara, sem nú hafa verið í verkfalli í aðra viku. Þetta kemur fram í ályktun sem FL hefur sent frá sér. Í ályktuninni segir jafnframt: 

„Það er einkennileg staða að sveitarfélögin hafi ekki veitt samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á sambærilegum nótum og aðra kennara. Ljóst er að kjör tónlistarskólakennara hafa dregist aftur úr á síðustu árum og þau þarf að leiðrétta. 

Félag leikskólakennara hvetur sveitarfélögin til ganga strax til samninga við FT svo aflýsa megi verkfallinu og koma þannig í veg fyrir frekari skaða á námi tónlistarnemenda." 

 

Tengt efni