is / en / dk

29. október 2014

Þátttakendur i forystufræðslu Kennarasambands Íslands sem fram fór á Grand Hóteli Reykjavík í dag sendu frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að óásættanlegt sé að kjör tónlistarkennara séu ekki sambærileg við kjör annarra kennara. 

Ályktun fundarins hjlóðar svo: 

„Allt frá tímum Forn-Grikkja hefur tónlist verið mikilvægur þáttur samfélaga sem telja sig menntuð og víðsýn. Starf tónlistarkennara er mikilvægt í okkar samfélagi og óásættanlegt að kjör þeirra séu ekki sambærileg við kjör annarra kennara.

Kröfur Félags tónlistarkennara um launaleiðréttingu eru eðlilegar og sanngjarnar, viðsemjendur verða að axla samfélagslega ábyrgð sína og finna lausn strax!“
 

Tengt efni